Þríþraut USVH fór fram föstudaginn 26. júlí við frábærar aðstæður og var keppnin hörkuspennandi frá upphafi til enda.
Vega- og sundlengdir voru eftirfarandi:
15 ára og eldri: 400m sund, 10km hjól, 1 merkurhringur/3km hlaup.
14 ára og yngri: 200m sund, 1 merkurhringur/3km hjól, 1 km hlaup.
Í flokki 14 ára og yngri mætti 1 lið til keppni og fóru þær að sjálfsögðu í gegnum þríþrautina. Sveitina skipuðu Bríet Anja, Valdís Freyja og Sara Kristín. Þær náðu saman tímanum 18:48. Við gerum sterklega ráð fyrir að stelpurnar taki þátt aftur að ári og þá í flokki 15 ára og eldri.
Í flokki 15 ára og eldri sigraði Reykjaliðið með stórglæsilegri frammistöðu. Þau luku keppninni með tímanum 37:18 og tryggðu sér þar með fyrsta sætið. Sveitina skipuðu Elísabet Ólafsdóttir, Aron Stefán Ólafsson og Einar Gunnar Karlsson. Í öðru sæti voru Ragnheiður Þorvaldsdóttir og Ari Hermann Oddsson, en Ari hjólaði og hljóp. Þau luku keppninni með tímanum 40:53. Í þriðja sæti var Úrvalslið Eydísar. Sveitina skipuðu Magnús Eðvaldsson, Ragnheiður Sveinsdóttir og Dánjal Salberg. Þau luku keppninni með tímanum 47:27.
USVH vill þakka öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd keppninnar, sem og þeim fjölmörgu sem mættu til að hvetja keppendur og síðast en ekki síst styrktaraðilum þríþrautarinnar.
MS bauð þátttakendum og áhorfendum upp á Hleðslu og kókómjólk, Hreysti og Kidka styrktu þríþrautina með verðlaunum fyrir fyrstu sætin. Þríþrautin var haldin í samstarfi við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Við hlökkum til næsta árs og vonumst til að sjá enn fleiri keppendur taka þátt að ári.
@USVH
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga (USVH) var stofnað 28. júní árið 1931.
Skrifstofa USVH er
ekki með sérstaka
opnunartíma. Hægt er að hafa samband í gegnum síma eða vefpóst